Laugardaginn 15.apríl 2023 fór í fyrsta sinn fram Landvættur – fjórþraut.
Landvætturin er 10 ára á árinu 2023 og því var ákveðið að bjóða upp á þessa nýju tegund áskorunar. Tveir þátttakendur voru mættir til leiks og lauk annar þeirra þátttöku á tímanum 11:37:44 eða með heildartíma 12:07:44 (4:00:35/2:44:21/1:01:38/3:50:49, samtals skiptitími 0:30:00).
Allar fjórar almenningsíþróttagreinar Landvættaþrautanna í upprunalegum vegalengdum eru farnar í þessari röð: skíðaganga 50km, hjól 60km, sund 2500m og hlaup 32,7km. Keppendur hafa tíma frá sólarupprás til sólseturs til þess að skila sér í gegnum markið í miðbæ Akureyrar.
Dagsetning fyrir næsta viðburð með fyrirvara er áætluð laugardaginn 13.apríl 2024 þá með ræs við sólarupprás kl.05:39 og takmarkið er að keppandi hafi lokið allri vegalengdinni við sólarlag kl.20:48 eða á 15klst og 9mín..
Athugið að þessi þraut er sjálfstæður viðburður og hefur ekki í för með sér skráningu í fjölíþróttafélagið Landvættur. Hins vegar er í boði skráning á heimasíðu viðburðarins landvaettur.com, fallegt viðurkenningarskjal og taumerki sem staðfesting á afrekinu.
Skráning og allar fyrirspurnir berist til landvaettur@landvaettur.com
Skráningargjald – kemur í ljós;)
days
hours minutes seconds
until
Landvættur-fjórþraut

