Leiðarval getur verið mismunandi frá ári til árs, háð aðstæðum og stemmningu á hverjum tíma. En leitast verður við að hafa það sem líkast fyrsta viðburðinum sem fór fram 15.apríl 2023. Reynsla fyrstu þátttakenda var almennt góð en tekið hefur verið tillit til fárra athugasemda þeirra og stefnt er á að hjólaleið verði eilítið frábrugðin þeirri leið sem var farin 2023.

Skv áætlunum fyrir 2024 verður start við gönguhúsið í Hliðarfjalli við sólarupprás. Skíðaganga 50km með frjálsri aðferð. Þaðan er svo hjólað með stefnu inn Eyjafjörðinn, sjá mynd og endað við Hrafnagilssundlaug þar sem synt er og svo hlaupið þaðan til Akureyrar austan megin og umhverfis Akureyri áður en stokkið er gegnum markið í miðbæ Akureyrar.

Myndir af áætlaðri hjólaleið.

Myndir af áætlaðri hlaupaleið.