Um er að ræða fjórþraut skíði-hjól-sund-hlaup. 50km gönguskíði með frjálsri aðferð, 60km hjól, 2500m sund og 32,7km hlaup. Vegalengdirnar eru sóttar í hinar fjórar Landvættaþrautirnar Fossavatnsgönguna, Bláalónsþrautina, Urriðavatnssundið og Jökulsárhlaupið.
Tímamörk til að ljúka öllum fjórum greinunum eru frá sólarupprás til sólseturs, yfirleitt um 15klst á þessum tíma árs.

